Handbolti

Leó Snær áfram í Garðabænum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leó Snær skoraði 79 mörk í Olís-deildinni í vetur.
Leó Snær skoraði 79 mörk í Olís-deildinni í vetur. vísir/bára

Hornamaðurinn Leó Snær Pétursson hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna til ársins 2021.

Leó Snær gekk í raðir Stjörnunnar frá Malmö í Svíþjóð 2017.

Í vetur skoraði Leó Snær 79 mörk í 22 leikjum í Olís-deildinni. Í leikjunum þremur gegn Haukum í úrslitakeppninni skoraði hann átta mörk.

Stjarnan endaði í 8. sæti Olís-deildarinnar og tapaði fyrir Haukum, 2-1, í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar. Stjarnan vann stórsigur í öðrum leiknum gegn Haukum, 33-25, sem var fyrsti sigur liðsins í úrslitakeppni í 19 ár.

Leó Snær, sem er fæddur árið 1992, er uppalinn hjá HK og varð Íslandsmeistari með liðinu 2012.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.