Erlent

Schwarzenegger hyggst ekki kæra árásarmann sinn

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Arnold í góðum gír á Arnold Classic Africa í gær.
Arnold í góðum gír á Arnold Classic Africa í gær. Lefty Shivambu/Getty

Stórleikarinn og fyrrum ríkisstjóri Kaliforníu hyggst ekki leggja fram kæru eftir að ráðist var að honum í Suður-Afríku í gær. BBC greinir frá.

Hinn 71 árs gamli Schwarzenegger var viðstaddur íþróttaviðburð í sínu nafni, Arnold Classic Africa, þegar karlmaður stökk aftan að honum og sparkaði í hann. Árásarmaðurinn var tekinn fastur í kjölfarið og færður lögreglu.

Í tísti sem Schwarzenegger sendi frá sér í dag segir hann marga hafa velt því fyrir sér hvort hann hyggist leggja fram kæru á hendur árásarmanninum. Svo sé ekki.„Ég vona að hann komist á rétta braut í lífinu. Ég ætla að halda áfram og einbeita mér að þeim þúsundum frábærra íþróttamanna sem ég hitti á Arnold Sports í Afríku.“

Arnold Classic Africa er íþróttaviðburður sem haldinn er í maí á hverju ári. Þar taka þúsundir íþróttafólks þátt í hinum ýmsu íþróttum, allt frá vaxtarrækt til bardagaíþrótta.
 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.