Enski boltinn

Sjáðu markið og stoðsendinguna hjá Gylfa gegn United

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gylfi og Richarlison hafa báðir skorað 13 deildarmörk fyrir Everton
Gylfi og Richarlison hafa báðir skorað 13 deildarmörk fyrir Everton vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði þrettánda úrvalsdeildarmark sitt á tímabilinu í stórsigri Everton á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Mark Gylfa kom stuttu eftir að Brasilíumaðurinn Richarlison hafði komið Everton yfir í leiknum. Mark Richarlison var hans þrettánda í deildinni í vetur og því varð Gylfi að bæta sínu marki við svo þeir héldust í hendur í markaskorun.

Í seinni hálfleik bættu Lucas Digne og Theo Walcott við sínu markinu hvor en Gylfi átti stoðsendinguna í marki Walcott.

Liverpool þurfti þolinmæði til þess að vinna á þéttri vörn Cardiff. Georginio Wijnaldum braut ísinn á 57. mínútu og James Milner tryggði sigurinn úr vítaspyrnu undir lokin.

Mohamed Salah fékk vítaspyrnuna og þótti hún vera veitt fyrir afar litlar sakir.

Á Emirates vellinum fann Christian Benteke loks markaskóna á ný í sterkum 3-2 sigri Crystal Palace á heimamönnum í Arsenal.

Öll mörk og helstu atvik leikja gærdagsins má sjá hér að neðan.

Everton - Manchester United 4-0
Klippa: FT Everton 4 - 0 Manchester Utd
Cardiff - Liverpool 0-2
Klippa: FT Cardiff 0 - 2 Liverpool
Arsenal - Crystal Palace 2-3
Klippa: FT Arsenal 2 - 3 Crystal Palace



Fleiri fréttir

Sjá meira


×