City í bílstjórasætinu eftir sigur í grannaslagnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
City-menn fagna.
City-menn fagna. vísir/getty

Manchester City færðist nær enska meistaratitlinum annað árið í röð er þeir unnu 2-0 sigur á grönnum sínum í Manchester United í kvöld.

Það var ljóst fyrir leikinn að með sigri á Old Trafford í kvöld yrðu City-menn með forystuna þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni.

City stýrði umferðinni í fyrri hálfleik en það var ekki mikið um opin marktækifæri. United spilaði þéttan varnarleik en fyrri hálfleikurinn var markalaus.

Í síðari hálfleik náðu City að opna heimamenn meira og það var Bernardo Silva sem kom City yfir á níundu mínútu síðari hálfleiks með góðu skoti á nærstöngina.

Tólf mínútum síðar var staðan orðinn 2-0. Þar var á ferðinni varamaðurinn Leroy Sane eftir undirbúning Raheem Sterling en David De Gea, markvörður Man. United, leit ekki vel út í því marki.

Lokatölur því 2-0 og Manchester City er því á toppi deildarinnar með 89 stig. Liverpool er í öðru sætinu með 88 stig en þrjár umferðir eru eftir af deildinni.

United er í sjötta sætinu með 64 stig og er þremur stigum frá Chelsea í fjórða sætinu en þessi lið mætast einmitt um helgina. Arsenal liggur í fimmta sætinu með 66 stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.