Innlent

Nýjasti milljónamæringur landsins frá Sigló

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Siglfirðingurinn þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af brotnum skjá á síma sínum. Hann ætlar að kaupa sér nýjan.
Siglfirðingurinn þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af brotnum skjá á síma sínum. Hann ætlar að kaupa sér nýjan. Fréttablaðið/Pjetur

Stálheppinn Siglfirðingur vann tæpar 40 milljónir í Lottó laugardaginn 13. apríl. Hann keypti miðann hjá Olís á Siglufirði.

Í tilkynningu frá Getspá segir að tilviljun hafi ráðið því að að miðinn var keyptur en maðurinn sem var svangur á ferðinni kom við hjá Olís til að fá sér að borða. Þá hafi hann séð á skjánum að potturinn stefndi í 40 milljónir og ákveðið að grípa miða.

„Kannski kaupi ég mér nýjan síma þar sem minn er bæði orðinn gamall og með brotnum skjá,“ hefur Getspá eftir vinningshafanum. „En svo ætla ég líka að leyfa fólkinu mínu að njóta vinningsins með mér.”Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.