Viðskipti erlent

Salmar vill greiða út 36 milljarða arð

Jakob Bjarnar skrifar
Kjartan Ólafsson stjórnarformaður Arnarlax og Ólafur Ísleifsson, sem á sæti í atvinnuveganefnd á eldisslóðum í Noregi.
Kjartan Ólafsson stjórnarformaður Arnarlax og Ólafur Ísleifsson, sem á sæti í atvinnuveganefnd á eldisslóðum í Noregi.

Norski laxeldisrisinn Salmar hyggst greiða hluthöfum út arð sem nemur rúmlega 36 milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í frétt Stundarinnar en þar er jafnframt bent á að Salmar sé meirihlutaeigandi í stærsta laxeldisfyrirtæki á Íslandi eða Arnarlaxi.

Þar segir jafnframt að Arnarlax sé með laxeldiskvóta sem nemur 22 þúsund tonnum. Þau verðmæti hefur Salmar augastað á en sambærilegur laxeldiskvóti í Noregi myndi kosta fyrirtækið um 36 milljarða íslenskra króna ef fyrirtækið ætlaði að kaupa slíkt framleiðsluleyfi.

Ingi Freyr Vilhjálmsson, sem fjallað hefur ítarlega um laxeldisfyrirtæki og viðskipti þeim tengdum, skrifar:

„Arnarlax er stærsta laxeldisfyrirtæki á Íslandi með laxeldiskvóta upp á 22 þúsund tonn. Það eru í reynd þessi verðmæti sem Salmar falast eftir þar sem sambærilegur laxeldiskvóti í Noregi myndi kosta fyrirtækið um 36 milljarða íslenskra króna ef fyrirtækið ætlaði að kaupa slíkt framleiðsluleyfi,“ segir Ingi Freyr. Og hann heldur áfram:

„Í Noregi myndu þessir fjármunir renna til norska ríkisins en á Íslandi þá kosta laxeldisleyfin ekki neitt þannig að íslenska ríkið fær enga fjármuni fyrir leyfin. Fjárfestarnir í laxeldisfyrirtækjunum geta hins vegar selt hlutabréf sín í fyrirtækjunum fyrir háar fjárhæðir þar sem laxeldiskvóti gengur kaupum og sölum fyrir hátt verð í öðrum löndum eins og Noregi.“

Vísir greindi frá því í febrúar að Salmar jók hlut sinn í Arnarlaxi um 2,5 milljarða króna. Þá var fyrirtækið metið á 21 milljarð króna. Þá lá fyrir að stjórnarformaður Arnarlax, Kjartan Ólafsson, hafði fengið rausnarlegt tilboð í sinn hlut en hann ákvað að selja ekki hlutabréf sín. Hann horfir til þess að þau hækki enn í verði.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,46
15
375.832
MAREL
1,11
14
298.559
REGINN
0,9
8
133.385
FESTI
0,84
7
200.425
SKEL
0,55
9
89.970

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-2,3
9
120.376
ICEAIR
-2,17
51
165.212
KVIKA
-1,89
9
75.362
SYN
-1,43
5
20.669
SJOVA
-0,97
6
58.720
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.