Fótbolti

Messi fékk faðmlag frá mömmu Lukaku

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Messi í leiknum á Old Trafford.
Messi í leiknum á Old Trafford. vísir/getty

Móðir Romelus Lukaku, Adolphine Lukaku, átti erfitt með sig er hún hitti Lionel Messi eftir leik Manchester United og Barcelona á Old Trafford í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn.

„Messi, Messi, Messi,“ sagði mamman í geðshræringu þegar hún faðmaði Argentínumanninn.

Messi kom að eina marki leiksins á Old Trafford. Hann sendi boltann á Luis Suárez sem átti skalla í Luke Shaw og inn.Chris Smalling blóðgaði Messi í fyrri hálfleik en slapp við refsingu. Einhverjir sögðu að það væri til marks um að argentínski snillingurinn væri mannlegur.

Seinni leikur Barcelona og United fer fram á Nývangi á þriðjudaginn.


Tengdar fréttir

„Messi vissi að þetta var slys“

Manchester United leikmaðurinn Chris Smalling var mikið í umræðunni eftir fyrri leik Manchester United og Barcelona í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.