Enski boltinn

Liverpool átti besta leikmann vikunnar í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Firmino fagnar marki sínu á móti Porto.
Roberto Firmino fagnar marki sínu á móti Porto. Vísir/Getty

Roberto Firmino var valinn besti leikmaður vikunnar í Meistaradeildinni af UEFA en hann stóð sig best allra í fyrri leikjunum átta liða úrslitanna.

Roberto Firmino hafði betur í baráttunni við þrjá aðra sem voru tilnefndir. Það voru Son Heung-min hjá Tottenham, Gerard Piqué hjá Barcelona og Frenkie de Jong hjá Ajax.

Roberto Firmino lagði upp fyrsta mark Liverpool á móti Porto og skoraði það síðara sjálfur.Son Heung-min skoraði sigurmark Tottenham á móti Manchester City, 91 prósent sendinga Frenkie de Jong á miðju Ajax heppnuðust á móti Juventus og Gerard Piqué átti tíu hreinsanir í leik Barcelona og Manchester United á Old Trafford.

Hér fyrir neðan má sjá frekar yfirlit yfir frammistöðu Roberto Firmino í 2-0 sigrinum á Porto en Liverpool er í góðum málum fyrir seinni leikinn í Portúgal.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.