Formúla 1

Hamilton fyrstur í mark

Dagur Lárusson skrifar
Lewis Hamilton.
Lewis Hamilton. vísir/getty

Það var Lewis Hamilton hjá Mercedes sem fór með sigur af hólmi í Sjanghæ kappakstrinum í morgun en í öðru sæti var liðsfélagi hans Valtteri Bottas.
 
Valtteri Bottas byjaði kappaksturinn á ráspól en missti hann Hamilton fram úr sér eftir lélega ræsinu. Það var svo Sebastian Vettel sem tók þriðja sætið.
 
Sigur Hamilton var í raun aldrei í hættu en hann ók að miklu öryggi allan tímann en sigurinn þýðir að fyrstu þrjár keppnir ársins hafa endað með tvöföldum Mercedes sigri.
 
Með sigrinum eykur Hamilton forskot sitt í stigakeppninni um titil ökumanna en Hamilton er nú með 68 stig en næstur á eftir honum er bottas með 62 stig. Langt er svo í næstu menn en það eru Verstappen með 39 stig, Vettel með 37 stig og Leclerc með 36 stig.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.