Viðskipti innlent

FME skoðar Hluthafa

Birgir Olgeirsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa
Til skoðunar er hvort vefurinn og söfnunin samrýmist lögum um verðbréfaviðskipti.
Til skoðunar er hvort vefurinn og söfnunin samrýmist lögum um verðbréfaviðskipti. Vísir/Vilhelm
Fjármálaeftirlitið hefur tekið vefinn Hluthafi til skoðunar þar sem fólki gefst kostur á að leggja fram hlutafé í nýtt almenningshlutafélag sem er ætlað annað hvort að taka þátt í endurreisn WOW air eða stofnun nýs lággjaldaflugfélags. 

Er ætlun Fjármálaeftirlitsins að fara ítarlega yfir málið í dag en til skoðunar er hvort vefurinn og söfnunin samrýmist lögum um verðbréfaviðskipti sem Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með. Talið er líklegt að einhver niðurstaða muni fást í málið í dag. 

Umsjónarmaður vefsins er Friðrik Atli Guðmundsson en vefurinn er kostaður af byggingarfyrirtæki föður hans, Sólhúsi ehf. Friðrik sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að aðstandendur vefsins hefðu ekki sett sér markmið um að ná tiltekinni lágmarksfjárhæð til stofnunar félagsins. Hópurinn sem stendur að vefnum er ótengdur Skúla Mogensen, fyrrverandi forstjóra WOW air. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×