Körfubolti

Hringurinn þrengist í þjálfaraleit Lakers

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Monty Williams er ofarlega á blaði hjá forráðamönnum Los Angeles Lakers.
Monty Williams er ofarlega á blaði hjá forráðamönnum Los Angeles Lakers. vísir/getty

Monty Williams og Tyronn Lue eru efstir á óskalista Los Angeles Lakers sem leitar nú að nýjum þjálfara. ESPN greinir frá. 

Luke Walton var rekinn frá Lakers í síðustu viku eftir enn eitt vonbrigðatímabilið hjá liðinu sem hefur ekki komist í úrslitakeppni NBA-deildarinnar síðan 2013.

Forráðamenn Lakers ætla að ræða við Williams á milli leikja 2 og 3 í einvígi Philadelphia 76ers og Brooklyn Nets í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Williams er einn af aðstoðarþjálfurum Philadelphia.

Williams var þjálfari New Orleans Pelicans á árunum 2010-15 og kom liðinu tvisvar í úrslitakeppnina. Hann hefur einnig verið aðstoðarþjálfari hjá Portland Trail Blazers, Oklahoma City Thunder og Philadelphia. Þá vann hann á skrifstofunni hjá San Antonio Spurs og var aðstoðarþjálfari bandaríska karlalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Ríó 2016.

Í vikunni ætla forráðamenn Lakers líka að ræða við Lue og Juwan Howard. Lue gerði Cleveland Cavaliers að NBA-meisturum 2016 en var látinn taka pokann sinn í byrjun þessa tímabils. Howard hefur verið aðstoðarþjálfari hjá Cleveland síðan 2013. Hann var liðsfélagi Robs Palincka, sem stýrir þjálfaraleit Lakers, í Michigan-háskólanum á 10. áratug síðustu aldar.

Lakers þarf ekki bara að finna nýjan þjálfara heldur einnig forseta í stað Magic Johnson sem hætti óvænt í síðustu viku.

Þrátt fyrir að hafa fengið LeBron James í sumar vann Lakers aðeins 37 leiki á tímabilinu og komst ekki í úrslitakeppnina.

NBA

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.