Golf

Tiger Woods verður sæmdur heiðursorðu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tiger Woods vann um helgina sinn fimmtánda risatitil í golfi þegar hann vann Masters-mótið. Fólk hefur keppst við að óska Woods til hamingju og á meðal þeirra er Bandaríkjaforseti, Donald Trump.

Woods var að vinna Masters í fimmta sinn og risamót í fimmtánda sinn. Þessi titill var hins vegar merkilegur fyrir þær sakir að Woods átti við erfið bakmeiðsli að stríða síðustu ár og var ekki viss um að hann gæti spilað golf aftur.

Sigur Woods hefur verið titlaður ein besta endurkoma íþróttasögunnar og vill Trump verðlauna Bandaríkjamanninn fyrir.

„Ég ræddi við Tiger Woods til þess að óska honum til hamingju með sigurinn á Masters og til þess að tilkynna honum að ég ætla að sæma hann Frelsisorðu forsetans [e. Presidental Medal of Freedom],“ skrifaði forsetinn á Twitter.





Orðuna fá þeir sem hafa unnið afrek í þágu öryggis eða þjóðarhagsmuna Bandaríkjanna, menningarmála eða önnur merk afrek og má líklega líkja við íslensku Fálkaorðuna. 

Síðan Donald Trump tók við forsetaembætti hefur hann fært nokkrum íþróttamönnum orðuna, til dæmis Roger Staubach og Alan Page sem báðir eru fyrrum NFL leikmenn.

Þá hafa kylfingarnir Arnold Palmer og Jack Nicklaus báðir verið sæmdir orðunni.

Óvenjulegt er hins vegar að íþróttamaður sem enn iðkar sína íþrótt fái orðuna, siðurinn er að fá hana eftir að skórnir eru farnir á hilluna.


Tengdar fréttir

Tiger: Einn af erfiðustu sigrunum

Tiger Woods vann sinn fyrsta risatitil í ellefu ár þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á Masters mótinu í golfi í dag. Woods hefur gengið í gegnum ýmislegt á leiðinni og fagnaði sigrinum eins og hann hefði verið hans fyrsti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×