Innlent

Hval­fjarðar­göng loka í skamman tíma fari mengun yfir við­miðunar­mörk

Andri Eysteinsson skrifar
Opnað var fyrir umferð um Hvalfjarðargöng í júlí árið 1998.
Opnað var fyrir umferð um Hvalfjarðargöng í júlí árið 1998. Vísir/Pjetur

Páskarnir eru tími ferðalaga fyrir fjölmarga Íslendinga, umferð um þjóðvegi landsins getur því aukist mikið yfir næstu helgi.

Fjöldi fólks leggur leið sína í gegnum Hvalfjarðagöngin, í átt til Reykjavíkur eða frá höfuðborginni. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að búast megi við mikilli umferð um Hvalfjarðargöng um páskana, við það getur svo verið að mengun, inni í göngunum, fari yfir viðmiðunarmörk. Þá er göngunum lokað í stuttan tíma á meðan að loftræstikerfi ganganna er ræst. Það ferli getur tekið 10-15 mínútur.

Skömmu fyrir hádegi kom sú staða einmitt upp, mengun mældist yfir viðmiðunarmörkum og var göngunum því sjálfkrafa lokað á meðan að vinna stendur yfir. Tíu til fimmtán mínútur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.