Innlent

Þurrt og bjart um landið norð­austan­vert, rigning í borginni

Andri Eysteinsson skrifar
Búast má við björtu og þurru veðri á Akureyri og í nágrenni.
Búast má við björtu og þurru veðri á Akureyri og í nágrenni. Vísir/Vilhelm

Útlit er fyrir talsverða rigningu suðaustanlands síðdegis í dag, föstudaginn langa. Suðaustan átt verður ríkjandi á landinu og víða má búast við 13-18 m/s með rigningu eða súld. Ætla má að vindur verði hægari um austanvert landið, léttskýjað á Norðaustur – og austurlandi og allt að 16 stiga hiti í þeim landshlutum.

Draga á úr vindi og úrkomu seinni part dags. Víða má búast við 10-15 m/s úr suðlægri átt síðdegis. Á morgun má búast við suðvestan 8 til 15 m/s vindi en éli til fjalla. Léttskýjað verður norðaustan til á landinu með hita að 12 stigum. Í öðrum landsfjórðungum má búast við 3-8 stiga hita á morgun, laugardag er kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar.


Veðurhorfur á landinu:

Á sunnudag (páskadagur):

Austlæg átt 5-13 m/s og lítils háttar væta S-lands, annars þurrt. Gengur í norðaustan 8-15 A-til um kvöldið með rigningu á láglendi, en snjókomu til fjalla. Hiti 2 til 8 stig.

Á mánudag (annar í páskum):

Norðaustan 5-13 m/s og dálítil snjókoma eða slydda N-til í fyrstu, en væta með köflum um landið S-vert. Hiti frá frostmarki fyrir norðan, upp í 8 stig með S-ströndinni. 


Á þriðjudag:

Norðaustlæg eða breytileg átt og slydda eða snjókoma N-lands, annars rigning. Rofar til um landið S-vert um kvöldið. Hiti 1 til 6 stig.

Á miðvikudag:

Vaxandi A-átt og skýjað, en bjart SV-til í fyrstu. Austan 10-18 m/s um kvöldið og rigning eða slydda víða, en úrkomulítið NV-lands. Hiti 2 til 8 stig.

Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti):

Suðaustan átt og rigning um landið S- og V-vert, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast NV-til.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.