Innlent

Þurrt og bjart um landið norð­austan­vert, rigning í borginni

Andri Eysteinsson skrifar
Búast má við björtu og þurru veðri á Akureyri og í nágrenni.
Búast má við björtu og þurru veðri á Akureyri og í nágrenni. Vísir/Vilhelm
Útlit er fyrir talsverða rigningu suðaustanlands síðdegis í dag, föstudaginn langa. Suðaustan átt verður ríkjandi á landinu og víða má búast við 13-18 m/s með rigningu eða súld. Ætla má að vindur verði hægari um austanvert landið, léttskýjað á Norðaustur – og austurlandi og allt að 16 stiga hiti í þeim landshlutum.

Draga á úr vindi og úrkomu seinni part dags. Víða má búast við 10-15 m/s úr suðlægri átt síðdegis. Á morgun má búast við suðvestan 8 til 15 m/s vindi en éli til fjalla. Léttskýjað verður norðaustan til á landinu með hita að 12 stigum. Í öðrum landsfjórðungum má búast við 3-8 stiga hita á morgun, laugardag er kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar.



Veðurhorfur á landinu:

Á sunnudag (páskadagur):

Austlæg átt 5-13 m/s og lítils háttar væta S-lands, annars þurrt. Gengur í norðaustan 8-15 A-til um kvöldið með rigningu á láglendi, en snjókomu til fjalla. Hiti 2 til 8 stig.

Á mánudag (annar í páskum):

Norðaustan 5-13 m/s og dálítil snjókoma eða slydda N-til í fyrstu, en væta með köflum um landið S-vert. Hiti frá frostmarki fyrir norðan, upp í 8 stig með S-ströndinni. 


Á þriðjudag:

Norðaustlæg eða breytileg átt og slydda eða snjókoma N-lands, annars rigning. Rofar til um landið S-vert um kvöldið. Hiti 1 til 6 stig.

Á miðvikudag:

Vaxandi A-átt og skýjað, en bjart SV-til í fyrstu. Austan 10-18 m/s um kvöldið og rigning eða slydda víða, en úrkomulítið NV-lands. Hiti 2 til 8 stig.

Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti):

Suðaustan átt og rigning um landið S- og V-vert, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast NV-til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×