Fótbolti

Fallið niður um 22 sæti á styrkleikalistanum á rúmu ári

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslenska liðið stillir sér upp fyrir leikinn gegn Frakklandi á Stade de France.
Íslenska liðið stillir sér upp fyrir leikinn gegn Frakklandi á Stade de France. vísir/getty

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fellur niður um tvö sæti á styrkleikalista FIFA. Ísland er núna í 40. sæti listans.

Íslendingar hafa hrapað niður styrkleikalistann síðasta rúma árið. Í febrúar 2018 var Ísland í 18. sæti listans og hefur aldrei verið ofar. Síðan hefur staða íslenska liðsins á styrkleikalistanum versnað til muna.

Í síðasta mánuði vann Ísland 0-2 sigur á Andorra í undankeppni EM 2020 en tapaði 4-0 fyrir heimsmeisturum Frakklands. Íslendingar hafa aðeins unnið einn af síðustu 17 leikjum sínum.

Engar breytingar eru á toppi listans. Belgar eru enn efstir, Frakkar í 2. sæti og Brasilíumenn í því þriðja. Englendingar hoppa upp um eitt sæti og í það fjórða.

Tvær Norðurlandaþjóðir eru fyrir ofan Ísland á styrkleikalistanum. Danmörk er í 10. sæti og Svíþjóð í því fjórtánda. Norðmennirnir hans Lars Lagerbäck falla niður um tvö sæti og eru í því fimmtugasta.

Íslendingar eru þriðju efstir af þeim liðum sem eru í þeirra riðli í undankeppni EM 2020. Eins og áður sagði eru Frakkar í 2. sæti listans. Tyrkir fara upp fyrir Íslendinga og eru í 39. sætinu. Albanía er í 62. sæti, Andorra í 134. sæti og Moldóva í 171. sæti.

Styrkleikalisti FIFA (efstu tíu):
1. Belgía
2. Frakkland
3. Brasilía
4. England
5. Króatía
6. Úrúgvæ
7. Portúgal
8. Sviss
9. Spánn
10. Danmörk

Listann í heild sinni má sjá með því að smella hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.