Formúla 1

Kona frá Sádí-Arabíu keppir í Formúlu 4 tæpu ári eftir að konur þar í landi fengu að keyra

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Reema Juffali er samningsbundin Double R Racing.
Reema Juffali er samningsbundin Double R Racing. mynd/twitter-síða reemu juffali

Hin sádíarabíska Reema Juffali keppir í fyrsta sinn í Formúlu 4 um helgina. Aðeins tæpt ár er síðan konur í Sádí-Arabíu fengi leyfi til að keyra.

Banni við akstri kvenna í Sádí-Arabíu lauk 24. júní 2018. Sádí-Arabía var eina landið í heiminum þar sem konur máttu ekki keyra.

Juffali þreytti frumraun sína í kappaksturskeppni í október í fyrra og uppgangur hennar hefur verið hraður.

Juffali, sem er 27 ára, ekur fyrir Double R Racing sem er ríkjandi meistari í Formúlu 4. Kappakstur helgarinnar fer fram á Brands Hatch í Kent á Englandi.

„Það er frábært fyrir mig að geta keppt fyrir hönd þjóðarinnar,“ sagði Juffali. „Hjarta akstursíþróttanna er í Brands Hatch. Þetta verður erfitt en ég er tilbúin að takast á við áskorunina.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.