Körfubolti

Chicago Bulls á hér eftir stærstu stigatöfluna í NBA-deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Finninn Lauri Markkanen er framtíðarstjarna Chicago Bulls liðsins.
Finninn Lauri Markkanen er framtíðarstjarna Chicago Bulls liðsins. AP/Nam Y. Huh

Stigatöflurnar í NBA-deildinni í körfubolta eru flestar af glæsilegri gerðinni en forráðamenn Chicago Bulls og íshokkíliðsins Chicago Blackhawks vildu gera enn betur í United Center.

United Center í Chicago hefur nefnilega ákveðið að setja upp nýja stigatöflu sem er fjórum sinnum stærri en sú gamla.

Eftir að þessi stigatafla fer upp í United Center verður hún sú stærsta í bæði NBA- og NHL-deildinni og er farinn að nálgast þær sem eru í stóru NFL-höllunum.  Háskerpugæðin verða líka hvergi meiri og betri en í United Center og þessi nýja stigatafla mun líka bjóða upp á þann einstaka eiginleika að það er hægt að stækka hana þegar leikurinn er ekki í gangi.

Það kemur sér vel í leikmannakynningum, fyrir leik eða í hálfleik. Hér fyrir neðan má sjá stutt myndband um þessa nýju stigatöflu á heimavelli Chicago Bulls liðsins.
NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.