Körfubolti

Æskuvinur Durant skotinn til bana en hann spilaði og hjálpaði GSW að vinna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kevin Durant ver skot frá leikmanni Indiana Pacers í nótt.
Kevin Durant ver skot frá leikmanni Indiana Pacers í nótt. AP/Ben Margot

Kevin Durant fékk mjög slæmar fréttir í gær en ákvað engu að síður að spila með liði Golden State Warriors sem vann sannfærandi sigur á Indiana Pacers í NBA-deildinni í nótt.

Fyrr um daginn bárust fréttir frá Atlanta borg að æskuvinur Kevin Durant að nafni Cliff Dixon hafi verið skotinn til bana þegar hann var að fagna afmæli sínu.

Wanda, móðir Kevin Durant minntist Cliff Dixon á Twitter síðu sinni í gær eins og sjá má hér fyrir neðan.


 

Durant var ekki eini leikmaður Warriors sem þekkti Cliff Dixon persónulega því það gerði einnig bakvörðurinn Quinn Cook. Allir þrír ólust þeir upp í kringum Washington D.C. og Maryland.Kevin Durant byrjaði leikinn af krafti og gaf með því tóninn. Hann endaði með 15 stig, 6 stoðsendingar og 3 varin skot og Golden State Warriors vann 112-89 sigur á Indiana Pavers.

Golden State vann örugglega þökk sé góðum varnarleik fremur en öflugum sóknarleik því flestir leikmenn liðsins hittu ekkert vel. Durant setti þó niður 6 af 9 skotum sínum.

Stephen Curry skoraði 12 af 15 stigum sínum þegar hann setti niður fjóra þrista í þriðja leikhluta en hann vann Golden State 35-19 og gerði með því nánast út um leikinn.Klay Thompson klikkaði á sjö fyrstu skotunum sínum en endaði með 18 stig. DeMarcus Cousins kom til baka eftir tveggja leikja fjarveru og skilaði 19 stigum og 11 fráköstum.

Andrew Bogut spilaði líka sinn fyrsta heimaleik eftir að hann samdi aftur við Golden State en hitti illa og endaði með 4 stig og 7 fráköst. Andrew Bogut var í meistaraliði Golden State sumarið 2015 og lék einnig í 73 sigra liðinu tímabilið á eftir.Nikola Jokic var með 15 stig og 11 stoðsendingar þegar Denver Nuggets vann 113-108 sigur á Washington Wizards og fagnaði þar með fimmta sigri sínum í röð. Paul Millsap, Gary Harris, Jamal Murray og Torrey Craig skoruðu líka allir 15 stig fyrir Denver. Bradley Beal var með 25 stig í þessum þriðja tapi Washington í röð.Nýliðinn Trae Young var með 23 stig og 11 stoðsendingar þegar Atlanta Hawks endaði fimm leikja sigurgöngu Utah Jazz með 117-114 sigri. Donovan Mitchell skoraði 34 stig fyrir Utah.

Úrslitin í NBA-deildinni í nótt:
Golden State Warriors - Indiana Pacers    112-89    
Phoenix Suns - Detroit Pistons    98-118    
Sacramento Kings - Dallas Mavericks    116-100    
Atlanta Hawks - Utah Jazz    117-114    
Charlotte Hornets - Minnesota Timberwolves    113-106    
Washington Wizards - Denver Nuggets    108-113    
NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.