Innlent

Fullnaðarsigur í lögbannsmálinu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media voru í Hæstarétti í dag sýknaðir af kröfum Glitnis Holdco þess efnis að þeim hefði ekki borið að afhenda Glitni gögn sem blaðamennir höfðu undir höndum um viðskiptavini bankans.
Blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media voru í Hæstarétti í dag sýknaðir af kröfum Glitnis Holdco þess efnis að þeim hefði ekki borið að afhenda Glitni gögn sem blaðamennir höfðu undir höndum um viðskiptavini bankans. Stundin
Blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media voru í Hæstarétti í dag sýknaðir af kröfum Glitnis Holdco þess efnis að þeim hefði borið að afhenda Glitni gögn sem blaðamennir höfðu undir höndum um viðskiptavini bankans.

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar ritstjóri Stundarinnar, segist finna fyrir miklum létti og ákveðinni sigurtilfinningu þrátt fyrir að hún hafi ávallt haft fulla trú á því að þau myndu vinna málið.

„Eftir stendur samt skaðinn, bæði gagnvart okkur en fyrst og fremst gagnvart almenningi og samfélaginu.“

Málið snýr að umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media sem byggir á gögnum úr þrotabúi Glitnis. Blaðið hafði skömmu fyrir lögbannið fjallað ítarlega um viðskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við Glitni rétt fyrir hrun. Reykjavík Media og breska blaðið The Guardian fjölluðu einnig um viðskipti Bjarna upp úr gögnunum. 




Tengdar fréttir

Stórefla tjáningfrelsi og vernda uppljóstrara í nýjum frumvarpsdrögum

Tjáningarfrelsi verður stóraukið hér á landi verði fjögur frumvarpsdrög sem kynnt voru í dag að lögum. Þau fela í sér vernd uppljóstrara, nýja meðferð lögbannsmála, rýmri upplýsingalög og bætta réttastöðu blaðamanna. Opinberum starfsmönnum verður skylt að láta vita af brotum í starfsemi hins opinbera og fjölmiðlar geta leitað til dómstóla áður en lögbann kemur til framkvæmda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×