Íslenski boltinn

Fim­leika­fé­lagið: Sjáðu hvað gerist inni í klefa hjá Hafnar­fjarðar­risanum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðmundur Kristjánsson fær aðhlynningu sjúkraþjálfara fyrir leik gegn Keflavík.
Guðmundur Kristjánsson fær aðhlynningu sjúkraþjálfara fyrir leik gegn Keflavík. Obbosí
Þættirnir Fimleikafélagið sem Freyr Árnason gerði síðasta sumar um leikmenn FH í Pepsi-deild karla í fótbolta vöktu mikla athygli en fyrsti þáttur annarrar seríu er kominn út og er sýndur hér á Vísi.

Í þáttunum gefst FH-ingum og öðrum áhugamönnum um íslenskan fótbolta tækifæri til að skyggnast á bak við tjöldin hjá risanum í Hafnarfirði en myndavélin er bæði inn í klefa og í þjálfaraherberginu.

„Fyrsta sería fékk mjög góð viðbrögð og frábært áhorf. Við sáum þá að það er mikill áhugi á því hvað gerist í hinum lokaða heimi knattspyrnunnar á milli leikja,“ segir Freyr við Vísi en hver var upphaflega hugmyndin?

„Í rauninni þróaðist hugmyndin út frá því að við Biggi og Axel [starfsmenn FH] vorum að ræða um að gera einhver 10-15 sekúndna lifandi myndbönd til að auglýsa leiki yfir sumartímann. Bara tæklingar í slow motion og einhver hreyfigrafík með. Þetta þróaðist yfir í það hvort við gætum sýnt eitthvað sem áhorfendur sjá ekki vanalega eins og liðið í klefanum fyrir leik.“

„Þegar Axel nefndi síðan að Jónatan Ingi, sem var nýkominn í FH frá AZ Alkmaar og allir héldu að væri að lifa einhverjum glamúr boltalífsstíl, væri alltaf upp í Kaplakrika að þvo af liðinu og pumpa í bolta þá föttuðum við að það væri endalaust af svona litlum sögum sem væru gott TV. Svo við ákváðum bara keyra á þetta með hjálp frá okkar mönnum í Sony,“ segir Freyr.

Hann stefnir á að gera tíu þætti sem frumsýndir verða á Vísi á föstudögum en fyrsta þáttinn í nýju seríunni má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×