Körfubolti

Höttur komið yfir gegn Hamri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Viðar Örn Hafsteinsson er þjálfari Hattar.
Viðar Örn Hafsteinsson er þjálfari Hattar. vísir/anton

Höttur tók forystuna gegn Hamri í úrslitakeppni fyrstu deildar karla en Höttur er nú komið í 2-1 í undanúrslitaviðureigninni eftir 105-94 sigur í Hveragerði í kvöld.

Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik í kvöld. Staðan var jöfn, 29-29, eftir fyrsta leikhlutann en heimamenn í Hamri leiddu 58-52 í hálfleik.

Höttur minnkaði muninn um þrjú stig fyrir lokaleikhlutann en steig svo rosalega á bensíngjöfina í fjórða leikhlutanum og gerðu út um leikinn. Lokaölur, 105-94.

Charles Clark og Dino Stipcic voru stigahæstur í liði Hattar með 23 stig. Charles bætti einnig við sex fráköstum og sjö stoðsendingum en Dino tók tíu fráköst og gaf níu stoðsendingar.

Í liði heimamanna var það Everage Lee Richardson sem var stigahæstur með nítján stig og sjö stoðsendingar. Julian Rajic gerði átján stig og tók tíu fráköst.

Í hinni undanúrslitaviðureigninni er Fjölnir 2-0 yfir gegn Vestra. Þriðji leikurinn í þeirri viðureign fer fram á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.