Lífið samstarf

Ragnhildur selur Maí

Maí kynnir
Ragnhildur Guðmundsdóttir opnaði lífsstílsverslunina Maí fyrir þremur árum.
Ragnhildur Guðmundsdóttir opnaði lífsstílsverslunina Maí fyrir þremur árum.
„Hlýja, jákvæðni og góð þjónusta er mitt hjartans mál og legg ég mikla áherslu á að viðskiptavinir fái þá upplifun þegar þeir koma heimsókn,“ segir Ragnhildur Guðmundsdóttir, eigandi lífsstílsverslunarinnar Maí á Garðatorgi en búðin er annáluð fyrir góða þjónustu og fallegar vörur. Þegar Ragnhildur opnaði Maí fyrir þremur árum voru slíkar lífsstílsbúðir ekki á hverju strái.

 

 „Fólk spurði oft, „hverskonar búð er þetta?“ Þegar það kom hingað inn og leit í kringum sig. Átti ekki von á að sjá fatnað og fylgihluti, heimilisvörur og gjafavörur, allt í bland við skartgripi og snyrtivörur. En í dag er þetta konsept vel þekkt,“ segir Ragnhildur. Hún virðist líka hafa hitt akkúrat á það sem fólk var að leita eftir. Verslunin hefur vaxið hratt og á sér stóran hóp tryggra viðskiptavina. Það kemur því kannski á óvart að Ragnhildur hefur sett verslunina á sölu.

„Það er bara komið að kaflaskilum hjá mér,“ segir hún. „Þetta er frábært tækifæri fyrir áhugasamt fólk að grípa. Staðsetningin er frábær, Garðatorgið er lifandi staður og það er mikil traffík hingað. Verslunin hefur gengið ótrúlega vel alveg frá byrjun,“ segir Ragnhildur.  

„Ég opnaði fyrst í minna rými hér á Garðatorgi og var þá með skart, snyrtivörur í bland við gjafavörur.  Fljótlega jók ég úrvalið og flutti í stærra rými. Ég hef leitað uppi vörumerki sem ekki fást annarsstaðar og flutti til dæmis hið vinsæla Face Tan Water til landsins. Fatnaðurinn sem við erum með fæst ekki víða og það sama á við um snyrtivörurnar.

Við erum til dæmis með The Ordinary húðvörurnar, sem eru ódýrar en með mikla virkni sem slegið hafa í gegn erlendis.  Fólk gerir sér ferð til okkar vegna þessara merkja og erum við dugleg að nýta samfélagsmiðla þegar kemur að markaðsmálum.  Ég er mjög ánægð með hvað verslunin hefur blómstað og þakklát fyrir einstakt starfsfólk og frábæra viðskiptavini síðasliðin þrjú ár."

Þessi kynning er unnin í samstarfi við Maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×