Innlent

Loka hringvegi vegna prófana

Sveinn Arnarsson skrifar
Í Bjarnarflagi í Mývatnssveit.
Í Bjarnarflagi í Mývatnssveit.
Þjóðvegi eitt austan Námaskarðs verður lokað milli klukkan hálf átta og níu í dag vegna þrýstiprófana í Kröfluvirkjun og Bjarnarflagi.

Slík þrýstiprófun er ekki algeng og því vilja aðstandendur Kröfluvirkjunar hafa vaðið fyrir neðan sig ef eitthvað gerist á meðan. Samkvæmt lögreglunni á Norðurlandi eystra telja forsvarsmenn Landsvirkjunar að ekki sé hægt að þrýstiprófa leiðsluna að nóttu.

Unnið er að því að tengja Bjarnarflag og Kröfluvirkjun betur við Fljótsdalsstöð og Akureyri með nýjum raflínum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.