Lífið

Annar leikari úr Be­ver­ly Hills þáttunum látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Sjónvarpsfeðgarnir Steve og Rush Sanders, leiknir af Ian Ziering og Jed Allan.
Sjónvarpsfeðgarnir Steve og Rush Sanders, leiknir af Ian Ziering og Jed Allan. Instagram

Bandaríski leikarinn Jed Allan er látinn, 84 ára að aldri. Hann fór lengi með hlutverk í sápuóperunum Days of Our Lives og Santa Barbara, en var einnig þekktur fyrir að fara með hlutverk Rush Sanders, föður Steve, í þáttunum Beverly Hills 90210.

Tæp vika er nú liðin frá því að fréttir bárust af því að leikarinn Luke Perry, sem var ein helsta stjarna Beverly Hills þáttanna, lést 52 ára að aldri. Perry andaðist í faðmi fjölskyldu sinnar eftir að hafa heilablóðfall nokkrum dögum áður.

Leikarinn Ian Ziering, sem fór með hlutverk Steve í þáttunum, minnist Allan í færslu á Instagram þar sem hann segist miður sín að hafa misst annan leikara úr leikarahópi „90210“.

„Ég var þeirrar ánægju aðnjótandi að starfa með Jed milli 94 og 99. Hann lék Rush Sanders, föður Steve. Frábær maður til að starfa með, hans verður saknað,“ skrifar Ziering.


Tengdar fréttir

Stjörnurnar minnast Luke Perry

Stjörnurnar í Hollywood syrgja nú leikarann Luke Perry sem lést á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum fyrr í dag umvafinn fjölskyldu og vinum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.