Innlent

Hátt í hundrað ferða­menn fengu húsa­skjól í Vík í brjáluðu veðri

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Björgunarsveitarbíll frá björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli við lokun á Suðurlandsvegi, vegna óveðursins í gær
Björgunarsveitarbíll frá björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli við lokun á Suðurlandsvegi, vegna óveðursins í gær Vísir/Jóhann K

Hátt í hundrað ferðamenn gistu í íþróttahúsinu í Vík í nótt þar sem þeir gátu ekki haldið för sinni áfram vegna óveðursins sem skall á síðdegis í gær.

Rætt var við Ragnheiði Högnadóttur, sjálfboðaliða Rauða krossins í Vík, í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hún lýsir veðrinu sem ógeðslegu.

„Brjálæðislegt rok og slydda, eins ógeðslegt og það getur verst orðið,“ segir Ragnheiður.

Hún segir eitthvað tjón hafa orðið í bænum vegna veðursins þar sem björgunarsveitir hafi verið að störfum fram eftir nóttu að tryggja húsþök og annað vegna hættu á foktjóni.

Alls gistu 96 ferðamenn í íþróttahúsinu í Vík frá fimmtán þjóðlöndum. Ragnheiður segir gestina hafa tekið þessu af æðruleysi.

„Veðrið var bara brjálað og þau voru fegin að komast einhvers staðar í hús.“

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.