Erlent

Dauða­refsingar verða bannaðar tíma­bundið í Kali­forníu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Gavin Newsom er ríkisstjóri Kaliforníu.
Gavin Newsom er ríkisstjóri Kaliforníu. vísir/getty
Ríkisstjóri Kaliforníu, Gavin Newsom mun síðar í dag tilkynna um tímabundið bann við dauðarefsingum í ríkinu sem mun ná til allra þeirra 737 fanga sem eiga slíka refsingu yfir höfði sér í ríkinu.

Newsom segir að beiting slíkrar refsingar sé andstæð gildum Kaliforníubúa og því sé bannið nauðsynlegt. Þetta þýðir þó ekki að dauðarefsing verði afnumin með öllu úr ríkinu, til þess þarf atkvæðagreiðslu á meðal íbúa.

Dauðarefsingum hefur ekki verið beitt í Kaliforníu síðan 2006 og helgast það fyrst og fremst að fjölda dómsmála þar sem tekist hefur verið á um hvernig aðferðum sé heimilt að beita við aflífunina.

Newsom tók við embætti ríkisstjóra í janúar og á meðal kosningaloforða hans var að setja bann við refsingunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×