Innlent

Möguleiki á samstarfi við menntun heilbrigðisstarfsfólks

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Martha Abelsen, Sirið Stenberg og Svandís Svavarsdóttir kynna sér lyfjaframleiðslu á Vestnorrænum fundi í Færeyjum.
Martha Abelsen, Sirið Stenberg og Svandís Svavarsdóttir kynna sér lyfjaframleiðslu á Vestnorrænum fundi í Færeyjum. Heilbrigðisráðuneytið

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra Íslands, fundaði ásamt kollegum sínum frá Færeyjum og Grænlandi í Færeyjum í gær og fyrradag. Helstu málefni fundarins voru lyfjamál og skortur á fagmenntuðu starfsfólki í heilbrigðisþjónustu. 

Rædd voru helstu áherslumál, viðfangsefni og áskoranir á fundinum og voru forvarnarmál áberandi, bæði gagnvart einstaklingum og samfélaginu í heild. Ráðherrarnir ræddu auk þess möguleika á samstarfi við menntun heilbrigðisstarfsfólks og mönnun heilbrigðisþjónustunnar. 

Svandís sagði á fundinum frá mótun heilbrigðisstefnu í ráðherratíð sinni og gerði grein fyrir stefnunni og áhersluatriðum hennar. 

Fundurinn er árlegur en á næsta ári verður hann haldinn á Grænlandi. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.