Fótbolti

Messi á Old Trafford og Liverpool mætir Porto

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jürgen Klopp og félagar afgreiddu Bayern í 16 liða úrslitum og mæta nú Porto.
Jürgen Klopp og félagar afgreiddu Bayern í 16 liða úrslitum og mæta nú Porto. vísir/getty

Manchester United dróst á móti Barcelona í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en dregið var til átta liða úrslitanna í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í dag.

Barcelona kom á undan United upp úr pottinum en snúa þurfti viðureigninni við þar sem United og City geta ekki spilað heimaleiki á sömu dögum en City mætir Tottenham í eina enska slag átta liða úrslitanna.

Liverpool fékk draumadrátt á móti Porto og þá halda Cristiano Ronaldo og félagar í Juventus til Hollands en þeir mæta Ajax sem skelltu Real Madrid í 16 liða úrslitunum.

Átta liða úrslitin fara fram 9. og 10 apríl og svo síðari leikirnir 16. og 17. apríl.

Hér að neðan má sjá útsendinguna frá drættinum sem og textalýsingu Vísis.

Drátturinn í 8 liða úrslit Meistaradeildarinnar
Ajax - Juventus
Liverpool - Porto
Tottenham - Manchester City
Manchester United - Barcelona

Drátturinn í undanúrslit Meistaradeildarinnar
Tottenham/Manchester City - Ajax/Juventus
Manchester United/Barcelona - Liverpool/PortoAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.