Lífið

John Legend segir há­skóla­kerfið lengi hafa verið ríku fólki í hag

Sylvía Hall skrifar
John Legend og Chrissy Teigen hafa bæði tjáð sig um málið en þó á ólíkan hátt.
John Legend og Chrissy Teigen hafa bæði tjáð sig um málið en þó á ólíkan hátt. Vísir/Getty

Söngvarinn John Legend hefur tjáð sig um svikamylluna sem hjálpaði börnum hinna ríku og frægu að komast inn í nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna. Alríkissaksóknarar í Boston hafa ákært að minnsta kosti fjörutíu manns í tengslum við málið.

Meðal þeirra sem hafa verið ákærðir eru leikkonurnar Felicity Huffman og Lori Laughlin en þær eru sagðar hafa borgað háar upphæðir til þess að tryggja börnum sínum skólavist í ákveðnum háskólum. Fyrirtæki manns að nafni William Singer seldi umrædda þjónustu og útvegaði fólk til að taka inntökupróf í háskólana eða kom börnunum á íþróttastyrk, jafnvel þó börnin spiluðu ekki íþróttir.

Legend gekk sjálfur í University og Pennsylvania sem er virtur háskóli og komast aðeins 10% umsækjanda að. Hann segir málið vera stærra en þetta tiltekna mál þar sem kerfið hafi lengi verið ríku fólki í hag.

„Kjarni málsins er sá að kerfið hefur verið ríku fólki í hag í langan tíma. Inntökukerfið umbunar börnum þeirra ríku og börnum þeirra sem hafa gengið í ákveðna skóla. Það eru margar löglegar leiðir til þess að fara að því sem er ekki sanngjarnt,“ sagði söngvarinn í viðtali við ET.

Chrissy Teigen, fyrirsæta og eiginkona Legend, gerði grín að málinu á Twitter-síðu sinni á dögunum þar sem hún hafði sett andlit vina sinna á myndir af frægum fótboltamönnum.

„Er þetta raunverulegt? Við erum að reyna að komast inn í Harvard,“ skrifaði Teigen við myndina.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.