Lífið

Lady Gaga mætti óvænt á djasskvöld Fred Durst

Birgir Olgeirsson skrifar
Þungarokkarinn Fred Durst stendur fyrir vikulegum djasskvöldum í Hollywood og mætti Lady Gaga síðastliðið fimmtudagskvöld.
Þungarokkarinn Fred Durst stendur fyrir vikulegum djasskvöldum í Hollywood og mætti Lady Gaga síðastliðið fimmtudagskvöld. Vísir/Getty

Tónlistar- og leikkonan Lady Gaga kom öllum á óvart á djass-kvöldi í Hollywood á fimmtudag þegar hún fór þar á svið og flutti nokkur sígild lög með sínu nefi . Djasskvöldið fór fram í Black Rabbit Rose þar sem forsprakki þungarokkssveitarinnar LimpBizkitFred Durst, stendur fyrir vikulegum djasskvöldum. 

„Ég er komin hingað til að skemma þetta partý,“ sagði Gaga þegar hún kom á svið og sagði áhorfendum síðan að hún hefði alla ævi verið kölluð óábyrg. „Það reitir mig ekki til reiði því það er sannleikskorn í því,“ sagði Gaga áður en hún söng Frank Sinatra-lagið Irresponsible.

Næst hlóð hún í lagið Fly Me to the Moon sem Sinatra gerði einnig ódauðlegt.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Gaga syngur Sinatra lög því þau voru hluti af tónleikaröð hennar í Las VegasAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.