Lífið

Hozi­er flutti ó­vænt Take Me To Church í neðan­jarðar­lestar­kerfinu í New York

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hozier gladdi marga með flutninginum.
Hozier gladdi marga með flutninginum.

Tónlistarmaðurinn Andrew Hozier-Byrne, betur þekktur sem Hozier, tók á dögunum sitt þekktasta lag, Take Me To Church í neðanjarðarlestarkerfi New York.

Með honum voru nokkrir tónlistarmenn sem og bakraddir.

Hozier gaf lagið út árið 2014 og varð það eitt allra vinsælasta lag heims á þeim tíma. Hann kom meðal annars fram á Iceland Airwaves það ár og flutti lagið.

Hér að neðan má sjá flutninginn í New York sem og flutning Hozier á laginu á Airwaves á sínum tíma.

Hozier í Hörpunni 2014Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.