Lífið

Hatrið mun sigra í útgáfu Alla og íkornanna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Krúttleg útgáfa.
Krúttleg útgáfa.

Hatari fer fyrir Íslands hönd í Eurovision í Tel Aviv í maí og keppir þar með lagið Hatrið mun sigra.

Mikið hefur verið fjallað um þátttöku Íslands í keppninni og hefur sveitin fengið gríðarlega mikla athygli. Í dag spá veðbankar Íslandi sjöunda sætinu í keppninni.

Það muna eflaust margir eftir Alla og íkornunum (e. Alvin & the Chipmunks) en til þessa hafa Alli og íkornarnir sent frá sér ógrynni dægurlaga – jafnt frumsaminna sem útgáfna af verkum annarra. 

Nú er komin út útgáfa á YouTube þar sem heyra má Alla og íkornana taka lagið Hatrið mun sigra eins og heyra má hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.