Fótbolti

Messi yrði stoltur af þessum tilþrifum 5 ára drengs

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marga unga drengi dreymir um að vera eins og Messi. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Marga unga drengi dreymir um að vera eins og Messi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. vísir/getty

Það er ekkert nýtt að skemmtileg myndbönd af leiknum fótboltakrökkum slá í gegnum á netinu og nú hefur eitt bæst í hópinn.

Hinn fimm ára Arat frá Íran er efnilegur fótboltamaðu en hann er nú þegar orðinn stórstjarna. 

Arat er með tvær milljónir fylgenda á Instagram aðgangi sínum, en faðir hans sér um aðganginn. Í einu af nýjustu myndböndunum sem hann setti inn má sjá Arat spóla framhjá hverjum varnarmanninum á fætur öðrum og þeir bókstaflega falla flatir. 

Að lokum þarf tveggja fóta tæklingu til þess að fella Arat.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Fréttin hefur verið uppfærð en upphaflega var sagt frá því að um stelpu væri að ræða. 
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.