Lífið

„Ég verð að biðja fólk fyrirgefningar á þessu með Ásgeir“

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Baltasar Kormákur leikstýrði báðum Ófærðarseríunum.
Baltasar Kormákur leikstýrði báðum Ófærðarseríunum. Vísir/Vilhelm
Baltasar Kormákur leikstjóri sjónvarpsþáttanna Ófærðar bað áhorfendur þáttanna afsökunar á örlögum lögreglumannsins Ásgeirs, í túlkun leikarans Ingvars E. Sigurðssonar.

Höskuldarviðvörun: Þeir sem hafa ekki horft á næstsíðasta þátt Ófærðar og vilja alls ekki vita neitt um örlög Ásgeirs skulu hætta lestri.



.

.

.

.

.

Það er búið að vara þig við.

.

.

.

.

.

.





„Mér þykir svo vænt um þessa karaktera og ég verð að biðja fólk fyrirgefningar á þessu með Ásgeir. Við vissum að þetta ætti kannski eftir að koma við marga en viðbrögðin voru rosaleg. Og við verðum bara að sjá hvað er hægt að gera fyrir Ásgeir í framtíðinni,“ sagði Baltasar í kvöldfréttum RÚV í kvöld.

Sjá einnig: Mæður Downs-barna gagnrýna orðfæri í Ófærð



Örlög Ásgeirs eru aðdáendum Ófærðar líklega flestum kunn en honum var komið fyrir kattarnef, með vægast sagt hrottalegum hætti og við takmarkaðan fögnuð áhorfenda, í þættinum síðasta sunnudag. Enn er óljóst hver morðinginn er, þó að það komi líklega í ljós í þætti kvöldsins, sem jafnframt er sá síðasti í seríunni.

Þá sagðist Baltasar nokkuð stressaður fyrir lokaþættinum, einkum vegna þess hve væntingarnar væru miklar. Hann gaf það einnig upp að hann vonaðist til þess að taka upp þriðju þáttaröð Ófærðar, þó að slíkt velti á markaði og eftirspurn.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×