Lífið

Mitchell Whit­fi­eld átti að leika eitt af aðal­hlut­verkunum í Fri­ends

Stefán Árni Pálsson skrifar
Whitfield hefði kannski verið flottur Ross.
Whitfield hefði kannski verið flottur Ross.

Gamanþættirnir Friends njóta enn gríðarlegra vinsælda og horfa milljónir manna á þættina daglega.

Friends voru framleiddir á árunum 1994-2004 og þekkja margir þættina vel. Heill haugur af nýjum aðdáendum þáttanna eru komnir fram eftir að Friends varð aðgengilegt á Netflix og fæðist nýir aðdáendur á hverjum degi. Þættirnir eru þeir vinsælustu á streymisveitum í heiminum. David Schwimmer fór með eitt aðalhlutverkið í þáttunum en hann lék hinn skemmtilega Ross.

Schwimmer hefði mögulega getað misst af hlutverkinu sem Ross en Mitchell Whitfield fór í prufu fyrir hlutverk Ross og Chandler.

Það kannast eflaust margir við Whitfield en hann lék tannlækninn Dr. Barry Farber í fyrstu seríunni en hann var trúlofaður Rachel.

„Ég fór margoft í prufu og það var búið að taka ákvörðun um að ég væri maðurinn fyrir karakterinn Ross. Á síðustu stundu ákváðu framleiðendur að kalla inn einn leikara í viðbót í prufu,“ segir Whitfield í samtali við The Guardian. Sá maðurinn reyndist vera David Schwimmer sem fékk hlutverkið að lokum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.