Viðskipti innlent

Bein útsending: Frá hugmynd til sýndarheimsyfirráða

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hilmar Veigar er með B.Sc.-gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og hefur vakið feiknarathygli fyrir skoðanir sínar á þróun, nýsköpun og mikilvægum stuðningi við sprotafyrirtæki. Hann hefur haldið fyrirlestra um sköpunarverk CCP og um nýsköpun víða um heim.
Hilmar Veigar er með B.Sc.-gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og hefur vakið feiknarathygli fyrir skoðanir sínar á þróun, nýsköpun og mikilvægum stuðningi við sprotafyrirtæki. Hann hefur haldið fyrirlestra um sköpunarverk CCP og um nýsköpun víða um heim.

Hilmar Veigar Pétursson, frumkvöðull og stofnandi CCP, fjallar um mikilvægi nýsköpunar fyrir íslenskt samfélag í hádegiserindi í fundaröðinni Nýsköpun - hagnýtum hugvitið í Hátíðasal Háskóla Íslands í hádeginu í dag klukkan 12. Beint streymi verður af viðburðinum.

Hilmar Veigar er einn af stofnendum hátæknifyrirtækisins CCP sem ýtt var úr vör árið 1997. Hann hefur verið leiðandi í velgengni og vexti CCP frá því hann tók við stjórnartaumum í fyrirtækinu. Helsta afurð CCP, EVE Online, kom á markað í maí árið 2003 og hefur notið sigurgöngu æ síðan og fyrirtækið er margverðlaunað fyrir árangur sinn á sviði þróunar og markaðssetningar í tölvuleikjaiðnaði.

Í erindi sínu ræðir Hilmar Veigar m.a. um suðupott nýsköpunar í samstarfi háskóla og atvinnulífs og hvernig tengslin milli frumkvöðla, fyrirtækja, atvinnulífs og háskóla geta orðið undirstaða framfara.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.