Sport

Tók tólf ára gamalt Íslandsmet af Kára Steini

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur Andrésson.
Hlynur Andrésson. Mynd/FRÍ

Hlynur Andrésson náði ekki lágmarkinu á EM innanhúss um helgina þrátt fyrir að bæta Íslandsmetið í 3000 metra hlaupi á frjálsíþróttamóti í Belgíu. 

Hlynur bætti þar tólf ára Íslandsmet Kára Steins Karlssonar þegar hann kom í mark á 8:08,24 mínútum. Met Kára Steins frá árinu 2007 var 8:10,94 mínútur.

Frjálsíþróttasambandið segir frá því að Hlynur hafi hlaupið vegalengdina á 8:02,08 mínútum en ekki á löglegri braut og því gildi það ekki sem Íslandsmet.

Hlaupið um helgina var hins vegar á löglegri braut Belgíu og Íslandsmetið er því hans.  Hlynur gerði gott betur en að bæta metið því hann vann hlaupið.

Hlynur berst þessa dagana við að ná lágmarki á EM innanhúss sem fram fer 1.-3. mars í Glasgow. Lágmarkið í 3000 metra hlaupi er 8:05,00 mínútur og Hlynur náði því ekki í þetta skiptið.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.