Viðskipti innlent

Bankastjóri Íslandsbanka lækkaði eigin laun

Samúel Karl Ólason skrifar
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Hanna
Uppfært 22:00. Upplýsingum um heildarlaun Birnu var bætt við fréttina



Laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, voru lækkuð í nóvember, að hennar frumkvæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þar segir að í „ljósi umræðunnar síðustu daga“ sé rétt að taka fram að laun Birnu hafi lækkað. Launin lækkuðu um 14,1 prósent eftir að stjórn bankans samþykkti lækkunina.

„Umræðan“ sem vísað er í í tilkynningunni er vegna frétta af því að laun Laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, hafa hækkað um tæp 82 prósent frá árinu 2017. Úr 2.089 þúsund krónum í 3.800 þúsund krónur.

Sjá einnig: Segja hækkun launa bankastjóra í samræmi við starfskjarastefnu



Þá segir í tilkynningunni að heildarlaun bankastjóra Íslandsbanka hafi hækkað um 4,6 prósent síðustu tvö ár og á sama tíma hafi launavísitala hækkað um 13,2 prósent.

„Ákvörðunin var tekin í ljósi stöðunnar í íslensku atvinnulífi og kjaraviðræðna sem standa yfir. Jafnframt skal tekið fram að laun bankastjóra og framkvæmdastjóra munu ekki hækka árið 2019 né taka samningsbundnum hækkunum ef til þeirra kemur,“ segir í tilkynningu Íslandsbanka.

Vert er að taka fram að heildarlaun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, koma ekki fram í yfirlýsingunni frá bankanum. Edda Hermannsdóttir, forstöðumaður Markaðs- og samkiptasviðs Íslandsbanka, segir þó í svari við fyrirspurn Vísis að Birna sé með 4,2 milljónir króna í heildarlaun á mánuði, eftir lækkun.


Tengdar fréttir

Launahækkun bankastjóra óskynsamleg og óverjandi ákvörðun

Skýrsla um eftirlitshlutverk Landhelgisgæslunnar sem lögð hefur verið fyrir þjóðaröryggisráð varpar ljósi á slæma stöðu gæslunnar. Óþekkt skip fá að athafna sig í íslenskri lögsögu án þess að gæslan hafi hugmynd um það. Atvi






Fleiri fréttir

Sjá meira


×