Viðskipti innlent

Bankastjóri Íslandsbanka lækkaði eigin laun

Samúel Karl Ólason skrifar
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Hanna

Uppfært 22:00. Upplýsingum um heildarlaun Birnu var bætt við fréttina

Laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, voru lækkuð í nóvember, að hennar frumkvæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þar segir að í „ljósi umræðunnar síðustu daga“ sé rétt að taka fram að laun Birnu hafi lækkað. Launin lækkuðu um 14,1 prósent eftir að stjórn bankans samþykkti lækkunina.

„Umræðan“ sem vísað er í í tilkynningunni er vegna frétta af því að laun Laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, hafa hækkað um tæp 82 prósent frá árinu 2017. Úr 2.089 þúsund krónum í 3.800 þúsund krónur.

Sjá einnig: Segja hækkun launa bankastjóra í samræmi við starfskjarastefnu

Þá segir í tilkynningunni að heildarlaun bankastjóra Íslandsbanka hafi hækkað um 4,6 prósent síðustu tvö ár og á sama tíma hafi launavísitala hækkað um 13,2 prósent.

„Ákvörðunin var tekin í ljósi stöðunnar í íslensku atvinnulífi og kjaraviðræðna sem standa yfir. Jafnframt skal tekið fram að laun bankastjóra og framkvæmdastjóra munu ekki hækka árið 2019 né taka samningsbundnum hækkunum ef til þeirra kemur,“ segir í tilkynningu Íslandsbanka.

Vert er að taka fram að heildarlaun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, koma ekki fram í yfirlýsingunni frá bankanum. Edda Hermannsdóttir, forstöðumaður Markaðs- og samkiptasviðs Íslandsbanka, segir þó í svari við fyrirspurn Vísis að Birna sé með 4,2 milljónir króna í heildarlaun á mánuði, eftir lækkun.


Tengdar fréttir

Launahækkun bankastjóra óskynsamleg og óverjandi ákvörðun

Skýrsla um eftirlitshlutverk Landhelgisgæslunnar sem lögð hefur verið fyrir þjóðaröryggisráð varpar ljósi á slæma stöðu gæslunnar. Óþekkt skip fá að athafna sig í íslenskri lögsögu án þess að gæslan hafi hugmynd um það. AtviAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
0,78
4
241.107
HAGA
0,58
1
252
REITIR
0,33
4
31.487
ARION
0,25
3
15.919
REGINN
0,12
1
242

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-2,77
9
131.656
SKEL
-1,15
1
11.580
SYN
-0,94
4
25.388
FESTI
-0,59
1
25
VIS
-0,39
2
196
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.