Innlent

Leita íslensks manns í Dublin

Samúel Karl Ólason skrifar
Jón Þröstur Jónsson.
Jón Þröstur Jónsson.

Lögreglan í Dublin hefur lýst eftir Jóni Þresti Jónssyni, sem hvarf þar í borg um helgina. Jón er 41 árs gamall og sást síðast í Whitehall um klukkan ellefu á laugardagsmorgun. Lýst var eftir honum á Facebook í kvöld.

Samkvæmt lögreglunni í Dublin var Jón ásamt unnustu sinni í ferðalagi í Dublin. Enn sem komið er segir lögreglan ekki tilefni til að áætla að eitthvað glæpsamlegt hafi átt sér stað.

Sveinn H. Guðmarsson, talsmaður Utanríkisráðuneytis Íslands, segir mál sem tengist mannshvarfi á Írlandi vera komið á borð borgaraþjónustu ráðuneytisins. Hann vildi þó ekki staðfesta að um mál Jóns væri að ræða.

Fyrst var sagt frá málinu á vef DV. Þar segir einnig að hann hafi verið í Dublin með unnustu sinni og hann hafi farið af hóteli þeirra, símalaus, á laugardagsmorgun. Þar segir einnig að fjölskylda Jóns sé á leið til Írlands á morgun.

Í tilkynningu lögreglunnar segir að Jón hafi verið klæddur í svartan jakka, hann sé með stutt brúnt hár og um 190 sentimetrar á hæð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.