Innlent

Mögu­leg snjó­flóða­hætta á Vest­fjörðum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mynd sem Lögreglan á Vestfjörðum birti fyrr í vetur eftir að snjóflóð féll á Flateyrarveg á Vestfjörðum.
Mynd sem Lögreglan á Vestfjörðum birti fyrr í vetur eftir að snjóflóð féll á Flateyrarveg á Vestfjörðum.

Snjóflóðahætta er möguleg snemma í dag á eftirfarandi vegum á Vestfjörðum að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar: Súðavíkurhlíð, Kirkjubólshlíð og Hvilftarströnd.

Færð á vegum er annars sem hér segir:

Suðvesturland: Víða eru vegir greiðfærir en eitthvað um hálkublettir. Hálka eru á Sandskeiði og  Þrengslum en hálka og þoka á Hellisheiði. Krapasnjór er á Mosfellsheiði en flughálka á Kjósarskarði.

Vesturland: Hálka eða snjóþekja á vegum og eitthvað um éljagang. Á Snæfellsnesi er flughálka er á mill Fróðárheiðar og Vatnaleiðar, þæfingsfærð á Fróðárheiði en snjóþekja og snjókoma er á norðanverðu nesinu.

Vestfirðir: Hálka, hálkublettir eða snjóþekja á flestum vegum. Þæfingsfærð er á Steingrímsfjarðarheiði. Þröskuldum og Klettsháls. Snjókoma, éljagangur eða skafrenningur nokkuð víða.

Norðurland: Hálka eða snjóþekja og snjókoma eða éljagangur á flestum leiðum. Flughálka er frá Hofsós að Ketilás.

Norðausturland: Snjóþekja eða hálka og snjókoma og skafrenningur á flestum leiðum. Þæfingsfærð er á Mývatnsöræfum. Flughálka er á Breknaheiði og í Vopnafirði en ófært og stórhríð á Hófaskarði og Hálsum.  

Austurland: Hálka eða hálkublettir á vegum. Snjóþekja og snjókoma er á Fjarðarheiði.

Suðausturland: Hálka eða hálkublettir á vegum. Flughálka er á milli Jókulsárlins og Kvískers.

Suðurland: Suðurlandsvegur er að mestu greiðfær en hálkublettir á öðrum leiðum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.