Lífið samstarf

5 ára afmælishátíð litahlaupsins í sumar

Color Run kynnir
"Við ætlum að búa til enn meira fjör með fleiri litahliðum og skemmtiatriðum, bæði í brautinni og á sviðinu," segir Ragnar Már Vilhjálmsson, skipuleggjandi Color Run á Íslandi.
"Við ætlum að búa til enn meira fjör með fleiri litahliðum og skemmtiatriðum, bæði í brautinni og á sviðinu," segir Ragnar Már Vilhjálmsson, skipuleggjandi Color Run á Íslandi. Color Run
Color Run verður haldið í fimmta sinn í Reykjavík í sumar og má búast við miklu fjöri þann 1. júní.

„Við ætlum að búa til enn meira fjör með fleiri litahliðum og skemmtiatriðum, bæði í brautinni og á sviðinu. Við höfum bætt við einu litahliði á hlaupaleiðinni þannig að núna verða þau fimm talsins," segir Ragnar Már Vilhjálmsson, skipuleggjandi Color Run á Íslandi.

„Frábærir skemmtikraftar munu koma fram á sviðinu en á undanförnum árum hafa meðal annars Páll Óskar, Sverrir Bergmann og Greta Salóme skemmt gestum. Í sumar stíga einnig stór nöfn á svið. Við kynnum þau betur á næstu dögum."

Miðarnir rjúka út

Forsala miða í Color Run hófst í desember og hafa aldrei selst jafn margir miðar í forsölu eins og nú. Yfir 2.500 manns hafa skráð sig í hlaupið í sumar.

„Forsalan hefur gengið mjög vel,“ segir Ragnar. „Miðaverð hefur verið mjög gott en það fer hækkandi eftir því sem nær dregur hlaupi. Fólk áttar sig á því að það borgar sig að kaupa miða snemma. Svo skemmir heldur ekki fyrir að við höfum lækkað miðaverð í ár því við erum með 5 ára afmælisverð á 5 þúsund krónur. Reyndar er miðaverð 4 þúsund krónur í dag en það mun síðan hækka þegar líður að hlaupi," segir Ragnar.

Einnig eru í boði fjögurra miða fjölskyldupakkar á afslætti frá almennu miðaverði en ekki þarf að kaupa miða fyrir krakka sem eru fædd árið 2011 eða síðar.

Sem fyrr munu Siggi Hlö, Eva Ruza og Arnar sjá um fjörið á sviðinu í upphituninni og litabombupartýinu eftir hlaup og Kiddi Bigfoot mun stýra tónlistinni líkt og á síðasta ári.

Sjá nánar á thecolorrun.is



Þessi kynning er unnin í samstarfi við Color Run.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×