Innlent

Ingi­björg og Gunnar Þorri hlutu Ís­lensku þýðinga­verð­launin

Atli Ísleifsson skrifar
Sigríður Rögnvaldsdóttir, ritstjóri hjá Forlaginu, og Gunnar Þorri Pétursson, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta.
Sigríður Rögnvaldsdóttir, ritstjóri hjá Forlaginu, og Gunnar Þorri Pétursson, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta. Bandalag þýðenda og túlka
Ingibjörg Haraldsdóttir og Gunnar Þorri Pétursson hlutu í dag Íslensku þýðingaverðlaunin 2019. Fengu þau verðlaunin fyrir þýðingu sína á Hinum smánuðu og svívirtu eftir Fjodor Dostojevskí.

Gunnar Þorri tók við verðlaununum úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar forseta á Gljúfrasteini í Mosfellsdal.

Í dómnefnd sátu Steinþór Steingrímsson formaður, Hildur Hákonardóttir og Brynja Cortes Andrésardóttir.

Í tilkynningu frá Bandalagi þýðenda og túlka segir að Íslensku þýðingaverðlaunin hafi verið sett á stofn til að minna á mikilvægi þýðinga fyrir íslenska tungu og menningu. Sömuleiðis til að heiðra þýðendur sem sinna því vandasama verki að færa okkur vandaðar erlendar bókmenntir á móðurmáli okkar.

Eftirfarandi verk voru tilnefnd að þessu sinni:

  • Þetta er Alla, eftir Jon Fosse í þýðingu Hjalta Rögnvaldssonar.
  • Hin Órólegu, eftir Linn Ullmann í þýðingu Ingibjargar Eyþórsdóttur.
  • Víti, eftir Dante Alighieri í þýðingu Einars Thoroddsen.
  • Hinir smánuðu og svívirtu, eftir Fjodor Dostojevskí í þýðingu Gunnars Þorra Péturssonar og Ingibjargar Haraldsdóttur.
  • Etýður í snjó, eftir Yoko Tawada í þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur.
  • Sæluvíma, eftir Lily King í þýðingu Ugga Jónssonar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×