Sport

Elísa­bet og Arnar lang­hlauparar ársins 2018

Atli Ísleifsson skrifar
Arnar Pétursson og Elísabet Margeirsdóttir.
Arnar Pétursson og Elísabet Margeirsdóttir. Hlaup.is

Arnar Pétursson og Elísabet Margeirsdóttir eru langhlauparar ársins 2018 að mati hlaupara og lesenda hlaup.is.

Í fréttatilkynningu frá hlaup.is segir að Arnar hafi hlotið 5942 stig og Elísabet 6565 stig í kjörinu, en verðlaunin voru afhent í tíunda skipti í dag.

„Í öðru sæti höfnuðu Þorbergur Ingi Jónsson (5887 stig) og Rannveig Oddsdóttir (5162 stig). Í þriðja sæti lentu Hlynur Andrésson (4707 stig) og Elín Edda Sigurðardóttir (4650 stig).

Elísabet er að hljóta nafnbótina fimmta árið í röð og Arnar annað árið í röð. Kosið var á milli sex hlaupara í karlaflokki og sex hlaupara kvennaflokki eftir að lesendur hlaup.is sendu inn tilnefningar.“

Fulltrúar götuhlaups og utanvegahlaups ársins 2018.

Þá segir að hlauparöð FH og Bose hafi verið valið „Götuhlaup ársins 2018“ og Gullspretturinn „utanvegahlaup ársins 2018“.

„Í flokki götuhlaupa hafnaði Akureyrarhlaup Íslenskra verðbréfa og Átaks í öðru sæti og Icelandair hlaupið í því þriðja. Í flokki utanvegahlaupa hafnaði Snæfellsjökulshlaupið í öðru sæti og Laugavegshlaupið í því þriðja. Rétt eins og með valið á langhlaupurum ársins þá eru það lesendur hlaup.is sem velja hlaup ársins með einkunnagjöfum,“ segir í tilkynningunni.

Fulltrúi Þorbergs Inga Jónssonar, móðir Ingvars Hjartarsonar, faðir Stefáns Guðmundssonar, Jóhann Karlsson, Arnar Pétursson, Elísabet Margeirsdóttir, Rannveig Oddsdóttir, Elín Edda Sigurðardóttir, Anna Berglind Pálmadóttir og Anna Keren Jónsdóttir. Hlaup.is


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.