Fótbolti

Neituðu að sýna leikinn í sjónvarpinu þar sem kona var að dæma

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn Augsburg biðla til Steinhaus í leiknum síðasta föstudag.
Leikmenn Augsburg biðla til Steinhaus í leiknum síðasta föstudag. vísir/getty

Ríkissjónvarpið í Íran er harðlega gagnrýnt í dag enda neitaði sjónvarpsstöðin að sýna frá leik í þýsku úrvalsdeildinni þar sem kona var að dæma.

Til stóð að sýna leik Augsburg og FC Bayern síðasta föstudag en þegar í ljós kom að Bibiana Steinhaus átti að dæma leikinn var snarlega hætt við að sýna frá leiknum.

Í Íran er það ekki til siðs að sýna konur í stuttbuxum í sjónvarpinu og því var hætt við útsendinguna. Áhorfendur í Íran misstu því af frábærum leik sem fór 3-2 fyrir Bayern.

Íranska sjónvarpið hefur sýnt frá einum leik þar sem Steinhaus var að dæma og þá var brugðið á það ráð að sýna áhorfendur í hvert skipti sem hún kom á skjáinn. Það fór ekki vel í fólk og því þótti best að sleppa því alfarið að sýna leikinn núna.

Steinhaus er fyrsta konan sem dæmir í þýsku úrvalsdeildinni og dæmdi sinn fyrsta leik í deildinni í september árið 2017.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.