Körfubolti

Haukur og félagar í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Haukur í leik með Nanterre.
Haukur í leik með Nanterre. vísir/getty

Haukur Helgi Pálsson átti flottan leik er Nanterre tryggði sér í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar með sigri á Unet Holon í kvöld, 74-62.

Nanterre byrjaði af miklum krafti og vann fyrsta leikhlutann, 27-15. Staðan í hálfleik var 42-28. Meira jafnræði var í síðari hálfleiknum en sterkur sigur Frakkana að lokum.

Haukur Helgi skoraði tólf stig, tók tvö fráköst og gaf eina stoðsendingu en sigurinn skilaði Nanterre í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Martin Hermannsson skoraði tólf stig, gaf þrjár stoðsendingar og tók eitt frákast er Alba Berlín vann öruggan sigur á Partizan Belgrade, 97-74, í Evrópukeppninni í kvöld.

Martin og félagar voru fyrir lokaumferðina í kvöld búnir að tryggja sig áfram í átta liða úrslitin svo íslensku körfuboltastrákarnir eru að gera það gott í Evrópukörfunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.