Innlent

Per­sónu­vernd óskar eftir upp­tökum úr eftir­lits­mynda­vélum Klausturs

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Vísir/Egill

Persónuvernd hefur óskað eftir því við Klaustur Bar að fá afhentar upptökur úr eftirlitsmyndavélum staðarins frá 20. nóvember síðastliðnum þegar sex þingmenn ræddu þar saman og Bára Halldórsdóttir tók samræðurnar upp.

Þingmennirnir voru þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, Miðflokki, og þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson sem þá voru í Flokki fólksins en voru reknir þaðan og eru nú utan flokka.

Frá þessu er greint á vef Persónuverndar en þar segir jafnframt að Persónuvernd hafi farið fram á það að fá upptökuna afhenta frá Báru.

Segir í frétt Persónuverndar að frá þessu sé greint vegna fjölda fyrirspurna um málsmeðferð stofnunarinnar vegna Klaustursmálsins.

„Nú þegar krafa um sönnunarfærslu fyrir dómi er ekki lengur til úrlausnar dómstóla hefur Persónuvernd haldið meðferð málsins áfram. Nánar tiltekið hefur stofnunin óskað eftir því við lögmenn gagnaðila, sem samkvæmt fréttum stóð að upptökunni, að fá hana afhenta og veitt þeim kost á athugasemdum við bréf sem borist hefur frá lögmanni þingmannanna. Þá hefur Persónuvernd óskað eftir því við Klaustur að upptökur úr eftirlitsmyndavélum frá þeim tíma sem upptakan átti sér stað verði afhentar stofnuninni,“ segir í frétt Persónuverndar.

Þá er niðurstöðu fyrst að vænta í málinu um næstu mánaðamót.


Tengdar fréttir

Stilltu sér upp við hlið Bergþórs með "Fokk ofbeldi“ húfur

Þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn hinna svokölluðu "Klaustursþingmanna“, steig upp í pontu Alþingis til ræða um samgönguáætlun til fimm ára tóku tveir þingmenn Pírata sér stöðu við hlið hans og skörtuðu "Fokk ofbeldi“ húfur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.