Erlent

Ætla sér að halda friðinn í Mið-Afríku­lýð­veldinu

Atli Ísleifsson skrifar
Faustin-Archange Touadéra er forseti Mið-Afríkulýðveldins. Hann tók við embættinu árið 2015.
Faustin-Archange Touadéra er forseti Mið-Afríkulýðveldins. Hann tók við embættinu árið 2015. Getty/Pacific Press
Sérstök sannleiks- og sáttanefnd verður mynduð í Mið-Afríkulýðveldinu. Þetta er liður í nýjum friðarsamningi stjórnvalda og uppreisnarhópa eftir margra ára átök í landinu.

AFP greinir frá því að nefndinni skuli komið á laggirnar innan níutíu daga. Samningsaðilar hafa komið sér saman um að stofna sameiginlegar öryggissveitir sem skulu starfa næstu tvö árin til að halda friðinn í landinu.

Friðarsamningurinn er afrakstur fulltrúa stjórnvalda og fjórtán vopnaðra hópa, en friðarviðleitanirnar nú eru áttunda tilraunin á síðustu sex árum að binda enda á borgarastríðið í landinu.

Faustin-Archange Touadéra, forseti Mið-Afríkulýðveldins, og leiðtogar uppreisnarhópa undirrituðu samninginn í höfuðborginni Bangui á miðvikudaginn, en samningsviðræður hafa farið fram í Súdan. Enn eiga þó þrír samningsaðilar eftir að undirrita samninginn, en búist er við að það verði gert á leiðtogafundi Afríkubandalagsins í Eþíópíu um helgina.

Þúsundir manna hafa látið lífið og á aðra milljón manna neyðst til að flýja heimili sín vegna óaldarinnar í landinu síðustu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×