Enski boltinn

Solskjær: Ástæða fyrir því að Pochettino er orðaður við Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Solskjær á blaðamannafundi.
Solskjær á blaðamannafundi. vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær, bráðabirgðastjóri Man. Utd, segir að það sé ekkert skrítið að Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, sé orðaður við starfið sem hann sé að sinna í dag.

Þeir félagar eru efstir á lista hjá veðbönkum um hver verði stjóri Man. Utd næsta sumar og muni leiða liðið inn í næsta tímabil.

Solskjær er búinn að vinna alla fimm leiki sína sem stjóri félagsins og gerir því tilkall til þess að fá stöðuna til frambúðar.

„Það er ekki mitt starf að meta starf knattspyrnustjóra en Pochettino hefur staðið sig mjög vel. Það er ástæða fyrir því að hann er orðaður við Man. Utd,“ sagði Solskjær en hann hittir Pochettino á sunnudag er lið þeirra mætast á Wembley.

Pochettino er með samning við Tottenham til ársins 2023 en það breytir ekki því að United er með augastað á honum.

Klippa: Blaðamannafundur Ole Gunnar Solskjaer





Fleiri fréttir

Sjá meira


×