Burnley skoraði tvö mörk án þess að eiga skot á markið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Burnleymenn fagna marki
Burnleymenn fagna marki vísir/getty
Leikmenn Fulham skoruðu öll þrjú mörkin í 2-1 tapi gegn Burnley á Turf Moor í fallbaráttuslag.

Fulham fékk draumabyrjun þegar Andre Schürrle skoraði glæsimark eftir aðeins tvær mínútur en draumurinn átti fljótt eftir að breytast í martröð.

Joe Bryan og Denis Odoi skoruðu sitt hvort sjálfsmarkið með þriggja mínútna millibili. Bæði komu sjálfsmörkin eftir fyrirgjafir frá Jeff Hendrick inn í teig Fulham.

Burnley vann því leikinn ánn þess að eiga eitt skot á markið og er það í fyrsta skipti síðan tímabilið 2003-04 að það gerist að lið vinni leik án þess að eiga skot að marki.

Sigurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir Burnley sem fór upp í 15. sæti og er nú þremur stigum frá fallsæti. Fulham er enn í fallsæti með 14 stig.

Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í hóp hjá Burnley en hann er að glíma við meiðsli. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira