Burnley skoraði tvö mörk án þess að eiga skot á markið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Burnleymenn fagna marki
Burnleymenn fagna marki vísir/getty

Leikmenn Fulham skoruðu öll þrjú mörkin í 2-1 tapi gegn Burnley á Turf Moor í fallbaráttuslag.

Fulham fékk draumabyrjun þegar Andre Schürrle skoraði glæsimark eftir aðeins tvær mínútur en draumurinn átti fljótt eftir að breytast í martröð.

Joe Bryan og Denis Odoi skoruðu sitt hvort sjálfsmarkið með þriggja mínútna millibili. Bæði komu sjálfsmörkin eftir fyrirgjafir frá Jeff Hendrick inn í teig Fulham.

Burnley vann því leikinn ánn þess að eiga eitt skot á markið og er það í fyrsta skipti síðan tímabilið 2003-04 að það gerist að lið vinni leik án þess að eiga skot að marki.

Sigurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir Burnley sem fór upp í 15. sæti og er nú þremur stigum frá fallsæti. Fulham er enn í fallsæti með 14 stig.

Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í hóp hjá Burnley en hann er að glíma við meiðsli. 

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.