Innlent

Náði mynd­bandi af ofsa­akstri í Hval­fjarðar­göngum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Skjáskot úr myndbandinu þar sem bíllinn sést taka fram úr Axel Rafni.
Skjáskot úr myndbandinu þar sem bíllinn sést taka fram úr Axel Rafni.

Ljósmyndarinn Axel Rafn Benediktsson var á ferð í Hvalfjarðargöngunum í gær þegar hann náði myndbandi af bíl sem tók fram úr honum á miklum hraða.

Fyrst var greint frá málinu á vef Skagafrétta en Axel Rafn setti myndbandið á Youtube og deildi því á Facebook-síðu sinni.

Þar segir hann að honum hafi brugðið svo mikið við ofsaaksturinn að hann hélt að hann myndi skíta á sig.
 
„Svona á alls ekki að aka, sérstaklega í göngum. Það þarf svo lítið til að það verði hrikalegt slys þarna. Einn bíll getur grandað fleirrum en bara sjálfum sér,“ segir Axel Rafn en myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.